Um Entu ehf.

19_224.jpg

ENTA ehf var stofnað 2004. Upphaflega snerist starfsemin að mestu
um innflutning á atvinnutækjum, ásamt rekstri og útleigu á
atvinnuhúsnæði. Vegna þess að Sverrir Gíslason, meistari í
rafeindavirkjun og einn eigenda Entu ehf, hefur frá árinu 1974 starfað við fjarskipti, þá
þróaðist starfsemin einnig út í verktöku á sviði GSM og annarrar
fjarskiptaþjónustu að ósk Vodafone og Neyðarlínunnar. Starfsmenn hafa á árinu 2008 verið að jafnaði fjórir, þar af einn rafeindavirki, rafvirki og aðstoðarmenn.  
 
ENTA ehf hefur frá upphafi lagt áherslu á trausta fjármálastjórn
og getur því til staðfestingar lagt fram ársreikninga frá upphafi
endurskoðaða af Deloitte og Touche.
 
Við höfum reynslu í viðhalds og uppsetningarvinnu við sendibúnað
farsímakerfa frá ERICSSON, NORTEL og HUAWEI, örbylgjusamböndum frá
ERICSSON  ALCATEL o.fl. og sendistöðvum vegna TETRA kerfisins frá
MOTOROLA.
 
Við höfum farið á ýmis námskeið þessu tengd, erum vanir að vinna í
möstrum og getum sett upp loftnet fyrir GSM,  ÖRBYLGJUR og reyndar hvað
sem er. Við erum með reynslu og höfum sótt námskeið í  RF
kapallögnum og tengingum,  við framkvæmum sérhæfðar mælingar
loftnetskapla ss. að mæla tíðnisvörun ásamt lengdar/endurkastmælingum,
sinnum uppsetningum á

 

BTS-um, örbylgjutækjum, afriðlum og hverju því sem að höndum ber, 
og höfum gjarnan gangsett BTSa og gert grunn útbreiðslumælingar og
virkniprófanir s.s. handover og gagnaflutning, og við útbúum hýsingar fyrir tæki ef þörf krefur. Það þarf því ekki aðila af mörgum deildum á mörgum bílum á staðinn ENTA hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á vandaðan frágang og hagkvæmni fyrir verkkaupa.

 Enta ehf leggur mikið upp úr öryggi starfsmanna við vinnu og
hafa þeir sótt námskeið í notkun öryggisbúnaðar við vinnu í möstrum.
Við þá vinnu eru notuð klifurbelti af bestu gerð, hjálmar og annar tilheyrandi búnaður. 

Við erum með ágætlega búið verkstæði að Bakkabraut 5a í Kópavogi,
höfum yfir að ráða nýlegum Dodge Ram fjallabíl á 44" dekkjum, Mercedes
Benz Sprinter vinnubíl með öflugu fjórhjóladrifi, yfirbyggða kerru með mikla burðargetu, SkiDoo vélsleða og þotu, fjórhjól og treystum okkur vel í erfið verkefni.
 
Sverrir starfaði 1974-1987 hjá Landssíma Íslands á jarðsíma og síðan fjölsímadeild að mestu, 1987-2001 hjá RÚV og 2001-2006 hjá TAL/Vodafone við GSM  radíódeild.
 

Eigendur ENTA ehf eru Sverrir Gíslason, Gísli Sverrisson og Sævar Skaftason.Allar frekari upplýsingar fást hjá Sverri Gíslasyni; s 8211173, sverrir@enta.is